Símenntun Háskólans á Akureyri

Símenntun Háskólans á Akureyri brúar bilið á milli hefðbundinnar háskólamenntunar og símenntunar. Í boði eru einstök námskeið og lengri námsleiðir.

Símenntun er fyrir:

  • Alla sem vilja auka þekkingu sína og færni óháð fyrri menntun
  • Fagaðila sem vilja viðhalda þekkingu sinni í greininni
  • Háskólakennara og starfsfólk háskólans
  • Alla sem vilja sveigjanlegt námsfyrirkomulag

Kynntu þér hvað Símenntun hefur uppá að bjóða.

Stjórnendanám

Stjórnendanámið er á vegum Starfsmenntasjóðs Samtaka Atvinnulífsins (SA) og Sambands stjórnendafélaga (STF) í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri.

Námið er fyrir alla stjórnendur og millistjórnendur sem vilja:

  • Auka þekkingu og færni í stjórnun
  • Auka framleiðni fyrirtækisins
  • Bæta starfsumhverfið og auka starfsánægju starfsmanna
  • Gera boðleiðir og ábyrgð innan fyrirtækinsins skilmerkilegar

Kynntu þér námið á vefsíðu stjórnendanámsins.